Tjaldsvæðið er opið frá 1.maí-30.september
Tjaldsvæðið í Herjólfsdal er algjör náttúruperla þar sem fjallagarður umlykur það til hálfs og er í laginu eins og skeifa. Mikið er af fuglalífi í Dalnum og því stutt fyrir fuglaáhugamenn að komast í tæri við lundann. Dalfjallið er skemmtilegt fjall að ganga á og ekki svo erfitt.
Það er fullbúið þjónustuhús á svæðinu með eldunaraðstöðu, 4 salernum,4 sturtur, þvottavél og þurrkara. Sturtan er innifalin í verðinu. Það er stutt í sundlaugina og golfvöllurinn er hinu megin við túnið. Leiksvæði fyrir börnin er til staðar.
ATH BANNAÐ AÐ VERA MEÐ HUNDA.
Verðskrá 2021
- 1.700 krónur á mann hver nótt
- 12 ára og yngri frítt
- 950 krónur rafmagn hver nótt