Þórsvöllur

Tjaldsvæðið á Þórsvelli er opið frá 6.júní - 22.ágúst

Á tjaldsvæðinu er þjónustuhús með 4 salernum, 2 sturtum, þvottavél, þurrkara og snúrum. Eldhúsaðstaðan býður upp á örbylgjuofn, brauðrist, samlokugrill, teketil og kaffikönnu.   Rafmagn og vatn fyrir húsbíla, fellihýsi og tjaldvagna.  Einnig er rotþró til að losa úrganginn frá klósettinu í húsbílunum. Leyfilegt er að vera með hunda, þeir verða að vera í bandi.  Það eru 250 metrar í sundlaugina og 150 metrar í golfvöllinn.

Verðskrá 2021

  • 1.700 krónur á mann hver nótt
  • 12 ára og yngri frítt
  • 950 krónur rafmagn hver nótt

Nánari upplýsingar í síma 846-9111